19.12.2006 09:08

Jæja....

Halló halló :)

Já eftir smá umhugsun ákváðum við að setja í gang þessa síðu, það eru nú bara 11 vikur í stubbinn svo það er kannski í góðu lagi að hafa allt tilbúið svo ættingjar og vinir fái nú nýjar myndir um leið og eitthvað gerist :) Hver veit svo nema maður skelli inn einhverjum bumbumyndum svona þangað til að prinsinn lætur sjá sig.

Annars er bara allt gott að frétta. Jólin eru bara rétt ókomin og það er sko óhætt að segja að ég er komin í jólaskap. Kári er stundum hálf hissa á því hversu mikið jólabarn ég er en ég veit nú að hann hefur bara lúmskt gaman að því. Við fórum og keyptum jólatré á sunnusaginn, það er pínulítið og rosa sætt, get sko ekki beðið að skreyta það. Ég er svo mikið fyrir hefðir að ég ætla að halda í þá hefð sem komst á þegar ég var lítil að skreyta jólatréið á Þorláksmessu, eftir síðustu bæjarferðina fyrir jólin.

Bumban stækkar og stækkar og hreyfist líka meira og meira. Anna Lilja fann fyrir sparki í firsta sinn núna um helgina og ég hélt bara að hún ætlaði að fara að gráta hún var svo glöð, ótrúlega gaman að sjá viðbrögðin hjá öðrum sem eru að finna fyrir sparki í firsta sinn.

En jæja, við skulum segja þetta gott í bili

Ásdís bumbulína

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 338
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58748
Samtals gestir: 11973
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 09:49:44